195 glæsilegar íbúðir í miðborginni

Vönduð hönnun og fjölbreytni eru leiðarljós okkar við þróun Hlíðarhorns, nálægt nýja Landspítalanum í miðborg Reykjavíkur. Íbúðirnar eru ólíkar að stærð og gerð, en allar vel skipulagðar og búnar fyrsta flokks innréttingum og tækum.

NÝJASTA VERKEFNIÐ

Nýjar íbúðir við Hlíðarhorn

Hlíðarhorn í 102 Reykjavík er nýjasta og stærsta verkefnið okkar: 195 vandaðar íbúðir í 10 samtengdum byggingum á frábærum stað í miðborg Reykjavíkur. Sala fyrstu íbúðanna hófst síðla árs 2024 og áætlað er að síðasta áfanga verði lokið um mitt ár 2026.

LEIGUSTÆÐI OG HLEÐSLUSTÖÐVAR

Þjónusta við leigjendur bílastæða

Á þéttingarreitum í Reykjavík er víða gerð krafa um að bílastæði undir nýbyggingum séu gjaldskyld og opin almenningi yfir daginn, en utan þess tíma geti íbúar tryggt sér forgang með því að leigja stæði með nýju íbúðinni. Við leggjum áherslu á að beita nýjustu tæknilausnum til að veita íbúum eins góða bílastæðaþjónustu og kostur er.

HAGKVÆMAR ÍBÚÐIR FYRIR KRÖFUHART FÓLK

Við byggjum vandað íbúðarhúsnæði á bestu stöðum borgarinnar

Markmið okkar er að þjóna kröfuhörðum kaupendum sem vilja fallegar, rúmgóðar og vel skipulagðar íbúðir á samkeppnishæfu verði. Við viljum að fyrsta flokks hönnun og vönduð vinnubrögð skili sér til kaupandans sem framúrskarandi fjárfesting.

VÖNDUÐ EFNI OG ÞAULHUGSUÐ HÖNNUN

Nýjungar á íslenskum markaði

Við leggjum ríka áherslu á vandaða og vel hugsaða hönnun, fyrsta flokks frágang og vel valin efni og tæki. Við leitumst ávallt við að sameina hagkvæmni, útlit og notagildi þannig að kaupandinn fái fallega og þægilega íbúð sem endist um ókomna tíð með lágmarks viðhaldi. Mariner blöndunartækin frá Ítalíu eru nýjung á Íslandi – frábærlega hönnuð, vönduð og margverðlaunuð.

<b>Umhverfisvænar lausnir</b> eru í forgangi í öllum verkefnum S8. Við leggjum áherslu á góða umgengni á byggingarstað, veljum umhverfisvæn efni og umhverfisvottaða birgja þegar kostur er.

<b>Traust afhending</b> er lykilatriði í öllum byggingarverkefnum. Við stöndum við verkáætlanir og upplýsum viðskiptavini jafnóðum um hvers kyns breytingar sem geta orðið á byggingartíma.

<b>Vönduð hönnun.</b> Við veljum framúrskarandi arkitekta og verkfræðinga til að starfa með okkur í fasteignaverkefnum. Góð hönnun er undirstaða góðrar útkomu.

<b>Örugg rafræn viðskipti.</b> S8 er í fararbroddi í þróun rafrænna lausna sem gera fasteignaviðskipti einfaldari, þægilegri, hagkvæmari og öruggari. Lausnir sem við höfum átt þátt í að þróa – eCasa, e Signa og eBuild – eru frábærar nýjungar á fasteignamarkaðnum.